Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, nóvember 08, 2008

Mótmæli.

Nú er þannig komið fyrir okkur að stigvaxandi mótmæli hvern laugardag,
er orðin raunin.
Svo að maður tali ekki um nauðsyn.

En mótmælin eru ekki að virka ennþá.

Og þau eru ekki að virka ennþá því að millistéttin í landinu er ekki ennþá orðin svöng.

Í því stéttskipta samfélagi sem hefur myndast hérna á síðustu 50 árum.
Hefur orðið til þó nokkuð velmegnuð millistétt.
Millistétt sem hefur þann lifistandard, svona eins og neðsti hluti Bresku yfirstéttarinnar.

Og sú stétt fer ekkert út að mótmæla nærri strax.
Og þeir fáu úr þessari stétt sem fara til þess að mótmæla, fara til þess á fullann maga.

Bröns í bænum á næs veitingahúsi. Röltir sér síðan á Austurvöll til an ná einu til
tveimur lögum með Herði Torfa.( Og ég hef fulla trú á því að þessi kreppa herði Torfa.).
Labbar sér síðan á pöbb. Fær sér tvo til þrjá Gin í Greip.

Og líður svakalega vel eftir öll mótmælin.

En Guð hjálpi okkur, ef svöng millistétt gerir uppreisn.

Þá fara að fljúga hausar.


Immagaddus segir............

Engin ummæli: