Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

mánudagur, nóvember 24, 2008

Áhlaup.













Veit ekki alveg hvernig á að orða þetta en.

Það var gert áhlaup á lögreglustöð um helgina.

Allir grípa andann á lofti við aðgerðum lögreglunnar.

Við hverju bjuggust menn.

Þegar æstur múgur gerir áhlaup/innrás á lögreglustöð.

Þá má ekki búast við að "Geirjón" standi bara þarna og bjóði mönnum
í kaffi og kleinur.

Þarna var um beina árás á valdstjórnina að ræða.
Og auðvitað brást lögreglan rétt við.

Ég er aðeins hissa á að fleiri hafi ekki verið handteknir.
Í flestum öðrum löndum í heiminum hefð verið komin þarna vopnuð lögregla til að
hafa hemil á skrílnum.

Því þetta var aðeins SKRÍLL.

Reiði almennings á að virkja í betri farveg en svo að brjóta þurfi lög.

Að vísu geri ég mér fulla grein fyrir því að stundum þarf að brjóta lög
til að ástandið batni, í orðabókum er það kallað bylting.

Og eins og ástandið er hér á Fróni í dag, hafa menn fullann rétt á að vera reiðir,
en það er ekki enn komið að því að gera byltingu.

Þjóðir gera byltingu, eftir að innviðir kerfisins hafa hrunið, komin einræðisstjórn og mannréttindi
fótum troðin, mannhvörf á vegum ríkis , dómstólar í eigu hersins,
engin heilsugæsla,matarskortur og hungur,
engir skólar og svo framvegis.

Við erum bara reið núna því að við getum ekki keypt okkur flatskjá í baðherbergið, Land Rover jeppa fyrir unglinginn, farið 5. til 9. sinnum í mánuði út að borða, 2-3. sinnum til útlanda á ári
og síðast en ekki síst endurinnrétt íbúðina sem við höfðum ekki efni á að kaupa.

Þetta er enginn reiði sem er í þjóðfélaginu.

Þetta er frekja.

Fólk er enn að fara fram á meiri yfirdrátt.
Veitinga og skemmtistaðir eru enn í blóma.
Það er ekki farið að draga úr umferð.
Það er ekki aukning í almenningssamgöngum.
Sala á dýrum áfengistegundum er ekki að dragast saman.
Sala á innréttingum og húsbúnaði er ekki að dragast saman.
Sala í fataverslunum er ekki að dragast saman.
Og það er enn engin/n að draga saman.


Þetta er fólkið sem var að gera áhlaup á lögreglustöð
um helgina, í þeirri vissu um að það gæti bjargað
efnahag þjóðarinnar.


Hættum þessu væli.
Tökum til heima hjá okkur.
Förum að spara.

Höldum áfram að mótmæla, því það er ókeypis.
Auk þess að það er alger nauðsyn að mótmæla núna.
Tökum strætó á mótmælafundinn.

Og ef svo ólíklega vill til að við förum að sjá fram á hungursneið
og dauða.

Þá gerum við uppreisn og byltum öllu.

Þangað til.

Getum við öll bjargað þessu.


Immagaddus segir...............

2 ummæli:

Bjössi sagði...

Bíddu, en þú sem varst svo reiður um daginn?

Word verification dagsins er:
fulatedi
Sem er það sem Teddi er kallaður þegar hann er fúll.

Immagaddus sagði...

Er ennþá reiður
En það er tími og staður fyrir allt.

það að ráðast á Lögreglustöð, er hvorki tími né staður ennþá.
( Vonandi kemur aldrei sá tími)

Og að halda að innrás á valdstjórnina
sé einhver lausn, felur aðeins í sér
sjálfsblekkingu.

Þurfum breytingar miklu ofar í goggunarröðinni en lögreglan er.

Byrjum þar.
Samt án líkamlegs ofbeldis.

Skálmaldir og Skeggaldir 21. aldarinnar, felast í að skila auðu.
ef við öll skilum auðu.
Þá verður að kjósa aftur, því enginn kaus það sem er í boði.