föstudagur, nóvember 21, 2008
Kreppa.
Núna þegar þrengir að hafa ýmis sveitafélög
fjölgað félagslegum íbúðum.
Þessar íbúðir eru að vísu aðeins hugsaðar til skammtímaleigu
og eru algerlega á valdi veðurfars.
Nokkur sveitafélög á landinu eru nú svo heppinn að veðurfræðilegar
aðstæður hafa skapast til að hefjast handa, og er meðalstór skafl
nú leigður út á um 25000 krónur á mánuði.
Með þessum aðgerðum vonast lítil sveitafélög víðsvegar af landinu með að
fólk komi til þess að flytjast búferlum og efli landsbyggðina.
Má samt búast við að leigan hækki nokkuð eftir áramót, vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu.
Ekki náðist í Snæ Jökulsson forsvarsmann átaksins, áður en ég bullaði þetta.
Immagaddus segir............................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli