Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Lengi lifi Ferguson, og lengi lifi Gudda.

Jæja barrasta.
Man U spilaði evrópuleik í gær eins og Liverpoollið í öndunarvél.
Skemmtanagildi leiksins var álíka og að horfa á málningu þorna.
Jæja annars, fullt af hommum sem ætla á fagottkonsertinn í kvöld, djö verða þeir fyrir miklum vonbrigðum.
Og vá maður! Fyrsta sprenjgutilræðið.
Og auðvitað fyrir framan matvælafyrirtæki. Það eru jú líka einu fyrirtækin sem eru með meirihluta starfsfólks af erlendu bergi brotið.
Já erlendu bergi brotið.
Fólk í útlöndum fæðist nefnilega ekki. Það er meitlað út úr hamraveggjum með hamri og meitli, nema í rússlandi þar er það skorið út með hamar og sigð.
Þorgrímur þráins fær meiri sönnur á það að reykingar eru hættulegar, því kona sem var úti að reykja fékk sprengjubrot í fótinn þegar sprengjan sprakk.
Í fréttum var sagt að sprengjan hafi verið heimatilbúin.
Og????
Það er ekki eins og maður fari ekki bara í bónus eða eitthvað og kaupi sér eina sprengju, jú annars hún var ekki það kraftmikil. 40% afsláttur við kassann.
Eða í Hagkaup. 27% fyrir E-kortshafa.
Enginn afsláttur fyrir E-pilluhafa.

Sem segir að. Ef lási lappalausi hefði verið fyrir utan Mylluna þegar sprengjan sprakk hefði hann þá sloppið?????????


Immagaddus segir..............

1 ummæli:

Bjössi sagði...

Ein helsta dægradvöl dragdrottningar. Er að horfa á málningu þorna.