Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Smá kerksni í byrjun sumars.

Heyrði einu sinni í gaur að biðja um óskalagið "Komdu Hilmar".
Útvarpsmaðurinn skildi ekki neitt þangað til að gaurinn sönglaði lagið.
Þá var hann að biðja um lagið "Konur ilma" með Ný dönsk.

Vinafólk mitt bjó eitt sinn í vesturbænum.
Eitt sinn þegar ég var í heimsókn, bankar upp lítil stúlka að hjálpa stóru systkinum sínum að selja klósettpappír fyrir KR. og styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þetta var svolítið flókið fyrir hana, bara sex ára, þannig að þegar hún bar upp erindið kom þetta svona út úr henni.
"Villtu kaupa klósettpappír fyrir vangefna KR-inga."

Einu sinni þegar ég var lítill, var verið að fara skíra lítinn frænda minn.
Eitthvað vorum við snemma í því, þannig að það var beðið út í bíl í smá stund.
Ég eitthvað orðinn leiður á þófinu þannig að ég spurði í pirringi. "hvenær á að kirkja Gunnar?"

Allir þekkja orðasambandið. Á ég að koma og taka í rassgatið á þér? Oft sagt við lítil börn, og þau hlaupa þá skríkjandi út um allt.
Ég var hinsvegar einu sinni í heimsókn hjá vinafólki mínu þegar barnið kom og sagði við pabba sinn.
Komdu og taktu mig í rassgatið............
Þið getið ekki ímindað ykkur hversu vandræðaleg þögnin var og svipinn á hjónakornunum.

Immagaddus segir.........

Engin ummæli: