Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, október 07, 2006

Bónus.

Skemmtilegt fólk.
Fór með kallinn í verslunarferð á fimtudag.
Þar á meðal í Bónus Skútuvogi.
Vorum búnir að velja það sem við ætluðum að kaupa.
Það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að kössunum í Bónus Skútuvogi er að labba framhjá sælgætishillunum.
Karlinn stoppaði.
Leitaði og leitaði.
Kallaði á mig.
Lét mig leita.
Ekkert fannst.
Fórum í röðina við kassann.
Allt í einu togaði karlinn í næsta mann.

" Heyrðu,, ( Eitt af orðunum sem hann getur sagt)
Síðan byrjaði hann að hella úr skálum reiði sinnar.
Hann er nefnilega ekki eins vitlaus og margir vilja veraláta.
Karlinn kvartaði þarna beint við Jóhannes sjálfan í Bónus.
Sem var næsti maður í röðinni.

Samtalið var einhvernveginn svona.
Gísli: Heyrðu....babababababa, ba,ba. Ba! Bababa! Baba........svona.
Bent með vísifingri vinstri handar.
SVONA!.
Ba,ba,ba,ba,ba,ba,ba,ba,ba.
Jóhannes stóð þarna undir þessu öllu.
Ég aftur á móti þurfti að fara á næsta gang, bak við hrísgrjónin til að springa úr hlátri.
Eftir 3-4 mínútna, ba,ba,ba.
Skakkaði ég leikinn.
Og lét Jóhannes vita að karlinn væri í uppnámi yfir því að þetta væri í þriðja skiptið sem hann kæmi í Skútuvoginn. Og það værru ekki til fílakarmellur.
Eftir að friður var kominn á og allir voru orðnir vinir sagði Jóhannes.
Þessi maður þarf ekki að borga það sem er í innkaupakerrunni.

Karlinn var samt ekki ánægður.
Heldur lét hann mig keyra sig í gripið og greitt og keypti sér 5 kílóa poka með fílakarmellum.

Resprektið fer samt til Jóa.
Óánægður viðskiptavinur.
Hann lagaði það.
Kannski verða til fílakarmellur í Bónus Skútuvogi aftur.

Immagaddus segir..................

Engin ummæli: