Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, október 07, 2006

Umferðarátak.

Umferðarátak gegn yngstu ökumönnunum.
Það ætti að kalla þetta umferðarátakanlegt.
Þetta er ekki að virka.

Ég man eftir því þegar ég var unglingur.
Að vísu voru bara til hundasleðar og hestvagnar þá.
En seríöst.
Ég man eftir því þegar ég var á táningsárum. Þessa æðislegu tilfinningu.
ÉG ER ÓDREPANDI.
Þessi fílingur eltir mann stundum upp í hálf þrítugt.
Aðalatriðið er að koma þeim skilaboðum á framfæri að bílar drepa hraðar en tóbak.
Átak gegn reykingum virkar svo illa vegna þess að við erum marga áratugi að drepa okkur á því.
Setjum umferðina í rétt samhengi og sýnum ungum ökumönnum það.
Umferðin drepur þig í dag!

Immagaddus segir...............................

Engin ummæli: