Á laugardögum förum við feðagarnir í Skútuvoginn.
Það gerist nefnilega allt í skútuvoginum.
Bónus í dag.
Karlinn eitthvað óhress með kerruna, og óvenju hægur.
Þannig að það myndaðist smá biðröð fyrir aftan okkur.
Þrjár konur, ungt par og miðaldra maður.
Það var verið að fylla í hillurnar hjá klósettpappírnum.
Karlinum tókst eitthvað örðulega að stýra framhjá tröppunum sem starfsmaðurinn stóð í.
Þannig að konan sem var þarnæst fyrir aftan okkur byrjaði að verða óþolinmóð.
Ýtti kerruni til hliðar hjá konunni fyrir aftan okkur og tróðst fram fyrir hana.
En strandaði svo á pabba.
Og sagði.
"Flýta sér þarna. Ég þarf að komast,,.
Karlinn eins og hann er reyndi hvað hann gat að hitta ekki tröppuna, og reyndi að mjaka kerruni sinni til hliðar.
Þetta tók smá tíma.
Þá gall í henni.
" Ætliði bara að festa alla hér?,,
Tók svo af skarið og ýtti við kerrunni hans pabba.
Þá steig ég fyrir framan kerruna hennar og sagði.
"Ég biðst innilega afsökunar á því hversu fötlunin hans pabba háir þér mikið,,
Konugreyjið varð svona rauð í framan, þegar hún áttaði sig á þessu, en sagði samt.
"Passa sig á þessu.,,
Þá sagði konan fyrir aftan mig, þessi sem ruðst var fram fyrir.
Já maður þarf greinilega að passa sig á þér þó maður sé ófatlaður.
Eins og ég segi.
fara í búð með pabba.
Never a dull moment.
Immagaddus segir..............
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það verður hægt að gefa út smámyndaflokk um ferðir ykkar feðga í Bónus. Verðugt verkefni fyrir Grand-leikarann?
Word Verification dagsins er jpeol, sem er fagnaðaröskrið sem kerlingin ætlaði að láta út úr sér, áður in Immi stakk upp í hana.
Er búinn að selja kvikmyndaréttinn.
Hrafn Gunnlaugs er búinn að kaup´ann.
Fyrsta sena byrjar þannig.
Ég labba út úr Bónus Skútuvogi.
Mæti öðrum kúnna sem segir.
" Þungur poki,,
Og ég svara.
" Já gleymdi hnífnum,,
Word verification dagsins er ekki nærri eins fyndið og þetta komment.
Skrifa ummæli