Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, júní 11, 2005

Ó mæ god hvað ér er þunnur.

Grillveisla.
Það var víst grillveisla í Ferskum í gærkvöldi.
Tækið splæsti fullt af bjór og grillmat.
Einhverra hluta vegna lenti ég í því að grilla.
Og grillið glamrar,grillið glamrar,grillið glamrar. ( Grimlið gramlar)
Nei annars grillið glamraði ekki neitt. Það hafði einfaldlega ekki tíma til þess.
Allt þetta fór afar vel fram, eða kr, starfsmenn nöguðu matinn og drukku bjór fram eftir kvöldi, allt fram að því að ég gerðist þágufallsjúkur og talaði eintóma steypu og stakk upp á því að allir færu í karaókí niðrí Ölver.
Þar tók ég Midnight special með CCR og náttlega You never walk alone, í tilefni þess að LFC grenjaði sig í meistaradeildina. Aðrir sökkuðu feitt. (Já)
Reifst við Grímseyjarkellinguna og sagði að hún væri KRAPP. Maðurinn hennar reyndi að koma henni til aðstoðar og niðurstaðan af því var sú að hann er KRAPP líka.
Semsagt Grímsey gæti verið kölluð Krapplagtistan ef Rússar ættana.
Góði bangsímonin kom í grillveisluna líka, en það er gæinn sem sér um framleiðsluna.
Hann kemur svo úr sumarfríi á þriðjudag,
Og honum er auðvitað boðið til starfa með þökkum.
Var ég annars búinn að segja ykkur hvað ég er þunnur?
Ég er það þunnur að þynnkan nær alveg frá póstnúmeri 108 til 101. Og fólk á vesturgötunni er nú farið að hringja í mig og biðja mig um að hætta að vera svona þunnur. þynnkan er farinn að trufla umferð á mótum Garðastrætis og Vesturgötu.

Arí dú arí dú ra rei. Arí dú Ari er dáinn.
Sem kemur náttlega engu máli við.

Á rölti mínu heim af Ölveri í gær talaði guð við mig.
Hann sagði að hann hefði kosið mig til að leiða Frakka til sigurs gegn Englendingum. Ég varð pínulítið pirraður og sagði honum að hann hefði einu sinni enn ruglast á mér og Jóhönnu, og væri obbulítið ruglaður á tímaskeiðinu.
Hann var ekkert smá mökkaður kallinn og gaf mér smá sopa að peijótinu sínu.
Annars var ´ann bara fínn. Ný rakaður og öpp to deit.
Samt. Boginn og með laptoppin á bakinu, vælandi og sýnið mér smá vægð.
Söng spáðu í mig og ég skal spá í þig, spáðu í mig og ég skal spá í þig.

Var farinn að leiðast þetta þóf, enda Esjan orðin sjúkleg, svo ég reddað ´enni læknavakt.

Akkúrat þegar þetta er skrifað er þynnkan farin, að vísu með aðstoð Egils sterka sem minn maður frá Færeyjum laumaði að mér.
Svo tæknilega séð er ég orðinn fullur aftur.

Annars er skondin sagan af Lása lappalausa þegar ´ann fór í áheyrnarprufu fyrir Riverdance flokkinn.


Immagaddus segir...................

Engin ummæli: