Drattaðist ekki almennilega á lappir fyrr en um 10 leitið.
Opnaði annað augað og horfði með ógeði á hversu góður dagur þetta yrði.
Labbaði fram á klósett og pissaði.
Tók síðan strætó inn í eldhús og fékk mér að reykja.
Opnaði síðan hitt augað og fékk mér bjór.
Var fyrir löngu búinn að ákveða það með sjálfum mér að slá garðinn svo ekki var um annað að ræða en að gera það.
NOTA BENE:
Ég hata garðvinnu.
Og allir rosa hissa því ég bý í húsi með nokkuð stórum garði.
Það er bara eitthvað við það að þegar maður er með brjálað frjókornaofnæmi er maður ekkert rosalega viljugur að vera nálægt ofnæmisuppsprettunni.
Ætla nú að fá mér meiri bjór og fara að grilla.
Gústi vinur minn. Þessi sem átti Birtu. Er á leiðinni og þá verður bjór og dart.
Annars fín sagan af Lása lappalausa þegar hann vaknaði en komst ekki á fætur.
Immagaddus segir.............
föstudagur, júní 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sko sladu bara gardinn utanundir ef thig langar til.
Ekki vera ad vorkenna mer sem er med hypersensitivity to sunlight og er buinn ad brenna meira en adalsoguhetjan i Inferno Dantes.
Hvernig var sagan af Lasa Lappalausa thegar hann kraup a kne?
Skrifa ummæli