Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, maí 26, 2007

Að fá það.

Talandi um þegar maður er búinn að drekka smá bjór.

Fór heim í gær eftir að hafa fengið mér vatnssopa á Ölver.
Labbaði sem leið liggur framhjá Olís þvottaplaninu.
Þar sá ég konu í erfiðleikum með að þvo bílinn sinn.
Gaf mér á tal við hana og spurði hvort hún vildi aðstoð?
Hún játti því svolítið pirruð.
Hún gat nefnilega ekki bæði þvegið undirvagninn og haldið bílnum lóðréttum meðan hún skrúfaði frá krananum.
MENTHAL NOTE. Númer eitt.
Ef kona getur gert svona.
Flýðu.
En það er ótrúlegt hvað nokkrir vatnssopar og kvenmansleysi geta gert.

Eftir að hafa aðstoðað hana. ( svalkalega eru þetta mörg eð í einu orði).
Bauðst hún annaðhvort að skutla mér heim, eða við færum í " Kaffi " til hennar.
Ég nennti ekki að hella uppá þegar ég væri kominn heim, enda langaði mig ekkert í kaffi.
Því í gamla daga þegar kona bauð upp á kaffi.
Meinti hún ekki endilega kaffi.
Já Kæru börn.
Í gamla daga var kaffi nefnilega ávísun á kynlíf.
Ókey kæru börn.
Ég skal útskýra hvað ávísun er.
Ávísun er svona blað sem bankinn þinn gaf þér.
Þú gast fengið 25,30,eða 50 svona blöð í einu hefti.
Hefti = bók.
Sorrí.
bók = DVD, nema úr pappír og þú gast flett.
Ókey.
Ávísun = debitkort úr pappír, þú skrifaðir upphæðina sjálf/ur.
Og tókst síðan afleiðingunum.

Anýhú.
Þetta kaffiboð reyndist verða hið besta mál.
því þegar við komum heim til hennar, sá eg ekki kaffikönnu nokkurnstaðar.

Hinsvegar þegar ég vaknaði upp þá var ég í vondum málum.
skv. Myndinni hér fyrir ofan.
Hún bjó í Yrsufellinu.

Ps.
Þótt það sé gaman á meðan á stendur.
Mæli ég ekki með konu sem er með klaufir og hala.

Immagaddus segir......................

2 ummæli:

Bjössi sagði...

Og saman eignuðust þið feitasta barn í heimi. Sjá hér að neðan. Sem er einmitt það sem hún sagði þegar þú varst að leita að kaffivélinni: sjá hér að neðan. Og þá fattaði Immi hvað stóð til.

Samt fyndið að lesa síðustu setningu í einu bloggi: Liverpool eru Evrópumeistarar. Svo fyrstu setningu í næsta bloggi: Af hverju svarar Guð mér ekki?

Word verification dagsins er:
okuql
Sem er galdur sem klikkaði.

Immagaddus sagði...

Liverpool eru Evrópumeistarar.
bara ekki þetta árið.

Og það er alltaf á tali hjá guði.
Hver heldur að hann sé?
Hemmi Gunn.