þriðjudagur, maí 15, 2007
Jörðin okkar.
Ég er fylgjandi sölu áfengis í matvöruverzlunum,sjoppum,benzínstöðum og eða hvar sem einhver vill selja mér áfengi.
Á tímum hnattlægrar hlínunar.(sbr. Að hlína, eða að verða Hlýtt)
Er það siðferðisleg skylda okkar að leyfa sölu áfengis, ja, bara næstum allsstaðar.
Dæmi:
Föstudagur.
Þú ferð og verzlar allann matinn inn fyrir helgina. Ekur síðan eitthvað annað til þess að kaupa þér rauðvín með matnum og bjór til þess að eiga yfir helgina.
Ef vínið hefði verið til í búðinni þar sem þú verzlaðir þér inn matinn. ( Samt ekki innmatinn, þú verzlaðir hann annarsstaðar. Önnur saga)..
Já. Til að gera langa sögu leiðinlega.
Ef þú hefðir geta verzlað með vín hjá kaupmanninum.
Hefðir þú getað sparað benzín, óþarfa tíma og fyrirhöfn, stuðlað að minni umferð og heilmiklum pirringi í umferðinni og auk þess minnkað mikið magn gróðurhúsavaldandi efna út í andrúmsloftið.
Núverandi kerfi með ríkiseinokun á áfengi er lokið.
Mitt kerfið er hnattvænt.
Það er náttúruvænt að geta fengið sér á sama stað. Góða ribeye steik úr kjötborði og rauðvín með.
Immagaddus segir............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli