Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

þriðjudagur, desember 16, 2008

11. Góð ráð í kreppunni.

1. Nota auðlindir okkar meira, t.d. byrja að veiða hval
í ágóðaskini, það er markaður fyrir hann.
Þekking á jarðhita, hugbúnaði,fiskveiðum
og byrja að veiða þennann utankvótafisk
eins og t.d. Makríl ofl.

2. Hætta að flytja út óunninn fisk. Við erum með frystihúsin,tæknina
og mannaflann til þess að vinna þeta allt hérna heima.

3. Fara að vinna úr einhverju af þessu áli hérna heima, í stað
þess að flytaja það út til annara sem síðan fullvinna það.

4. Minnka innflutning. Við erum að flytja inn um 70 tegundir af
avaxtasafa, yfir 100.000. tegundir af sælgæti,6000 kextegundir,
frostna grænmetisrétti,frostna kjötrétti,pizzur,brauð,frosið kjöt,
ofl,ofl. ( Við erum á hausnum engann innflutning á lúxusvöru ).
Síðan erum við að flytja inn FISK í allskonar örbylgju og djúpsteikingar
rétti.
HMMM?

5. Minnka innflutning á fötum og vefnaðarvöru. Við vorum með
ágætis fyrirtæki hér áðurfyrr sem saumuðu/prjónuðu á þjóðina
aldeilis ágætis fatnað, gluggatjöld teppi ofl. Endurvekjum það.

6. Hækkum skatta á erlend fyrtæki hér á landi, sem
hafa notið góðs af góðæri síðustu ára á okkar kostnað.

7. Fækkum alþingismönnum og ráðherrum um 50 %.
þetta er ekki nema hagkerfi upp á 300.000 hræður.
Sem er sirka ein deild hjá sumum erlendum fyrirtækjum,
og þær deildir þurfa ekki svona stórar "stjórnir", eða forstjóra.

8. Kaupum ekki fyrirtæki aftur sem við áttum áður, en seldum
til einkavæðingar. Þá lærir enginn og þú tapar.

9. Verum meira með ástvinum og fjölskyldu. Gefur helling
og er tiltölulega ódýrt.

10. Verum góð hvert við annað og dýrin
í kring um okkur. Kostar ekki neitt.

11. Hættum að flytja inn bíla í 5-6 ár.
Þeir bílar sem eru á götunni núna eru
hvort sem er það nýjir að þeir duga alveg í bili.



Immagaddus segir.....................

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér frændi