Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

sunnudagur, desember 28, 2008

Jólahugleiðing.

Árásum Ísraela víða mótmælt

Erlent 28. des. 2008 15:30

Árásum Ísraela víða mótmælt

Mikil reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær og í dag.

Hafið þið tekið eftir hvernig þjóðarleiðtogar láta
þegar þeir eru í þann mund að fara í stríð við
aðrar þjóðir.

Gömul saga og ný.

Setja upp samkomur víðsvegar og reyna
að höfða til stríðsrómantíkinnar.

Kyssa börn og brjóta brauð með almúganum.

En svo einhvernveginn deyr fjörið út, þegar
líkpokarnir koma í flugvélaförmum heim og
fréttamyndir af sundurskotnum konum og
börnum fylla sjónvarpsskjáinn.

Á þessum tímum er alveg ótrúlegt hvað er
hægt að fá fólk til að hata hvort annað í nafni trúar
og eða stjórnmálaskoðanna.

Fólk fórnar sér enn á altari tilbúins málstaðar manna,
sem eru tilbúnir að drepa heilu þjóðirnar til þess eins
að hafa völd yfir fólki sem þeir fyrirlíta og hneppa vilja
í þrældóm, vegna skoðanna sinna.

Og á meðan við keppumst við að drepa þá sem
við eigum ekkert sökótt við.

Drepum við okkur sjálf smátt og smátt.

Gleðilega Ljósahátíð Ísraelsmenn..


Immagaddus segir......................

Engin ummæli: