fimmtudagur, desember 04, 2008
Davíðssálmarnir.
"What is your major malfunction boy?"
Sagði Liðþjálfinn við Gomer Pyle, í myndinni Full metal jacket,
áður en hann var skotinn til bana.
Gomer Pyle skaut síðan sjálfan sig í hausinn eftir verknaðinn.
Nú er Davíð að hóta því að snúa aftur í stjórnmál ef/þegar hann verður settur af sem
Seðlabankastjóri.
Þvílíkur hroki.
Og ætlar Sjálfsstæðiseyðingarflokkurinn virkilega að hampa þessum manni aftur.
Annars má alveg búast við því að Sjálfsstæðiseyðingarmenn komi til með að kjósa hann
aftur,jú þetta er víst flokkur allra stétta að þeirra mati.
Og það virðast alltaf vera einhverjir sem virkilega trúa
nautaskítnum sem þeir bera á borð fyrir þjóðina.
En svona er staðan semsagt núna.
Ekki virðist vera hægt að slaka neinum björgunarbátum þjóðarinnar
niður úr Davíðunum þannig að landið virðist því vera að sökkva með manni og mús.
Og ekki einu sinni hægt að kalla á hjálp því það vill enginn kannast við okkur lengur.
Já.
Við erum að sökkva!
Konur , börn og aumingjar fyrst!
Atvinnueldanna búinn að slökkva!
Ég fer egi burt segir stjórnin byrst!
Lygar,hroki,hringlanda tal,
alþýðu haldinni í helgreipum sauðs.
Örfárra firra og þjóðin hún skal,
þrælsett í farvatni hins glataða auðs.
Immagaddus segir........................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli