Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

mánudagur, apríl 11, 2005

Brauðsneið,allt og ekkert

VÁ!
Nostalgia:
Var að fá mér brauðsneið.

Var að fá mér brauðsneið, sem er ekki frásögu færandi.
En sagan kemur samt.
Labbaði upp frá glataðri dagskrá á stöð 2.
Inn í eldhús og réðst á ískápinn. Nei þýðir ekki nei, þegar maður ræðst á hann. Ískápininn þeas.
Fékk mér tvær brauðsneiðar með lifrarkæfu,osti og agúrku. Setti síðan Aromat yfir alltsaman.
Var búinn að fá mér tvo bita þegar það rifjaðist allt upp í einu fyrir mér.

MÖRG ÁR AFTUR Í TÍMANN!!!!

HVISS BANG!!!!!!!!!!!

Var með stelpu sem spilaði í hljómsveit.

ÖKKLABANDIÐ.

Já. HMMMMM.

Ekki Dvelja.

Eitt sinn þegar ég átti að ná í nokkra meðlimi sveitarinnar, sem þá voru að spila á Klaustri
smurði ég akkúrat svona brauðsneiðar í nesti.
Svo eftir ball þegar búið var að róta og allir svangir, sögðu einhverjir/einhver í bandinu.
"Mig svangur." ( Stytt). Og þá datt útur Immagaddusi. " Ég er með nokkrar brauðsneiðar út í bíl........Og þær eru handsmurðar" Sem þá þótti fyndið.
Annars var Ökklabandið þá skipað. Grétu Sigurjóns, Gítar. Jóni Arngrímsyni ,Bassa. Guðrúnu Pálsdóttir trommum og Ármanni Einarssyni hljómborði og fleira.
Hinsvegar á heimleiðinni lenti ég í sandstormi á mýrdalssandi, þannig að allt glerkyns á bílnum varð matt ásamt lakkinu. Vala var rétt á eftir mér glansandi fín. Lenti í því sama og ég og var kölluð Vala Matt eftir það.

Hafiði annars lesið söguna af Lása lappalausa þegar hann missti lystina´?

Immagaddus segir..........


Engin ummæli: