Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Naflaló,önnur blogg og ekkert sem skiptir máli

Áður en lengra er haldið.

Mega gott blogg. feitibjorn.blogspot.com.

Hafiði pælt í, af hverju maður er með naflaló?

Og þá í beinu framhaldi. Hafiði tekið það saman hversu mikilli naflaló þið safnið á t.d. á einu ári.
Ég hef verið að rannsaka þetta og í mínu tilfelli er þetta allt uppí 8,7 grömm á ári.
Svo er hún aldrei eins á litinn.
Er að spá í að virkja þetta. Gæti farið hús úr húsi og safnað þessu. Ég er nokkuð viss um að það má nýta þetta eitthvað.
Til dæmis í kodda eða sængur.
Naflaló er örugglega miklu mýkri en æðadúnn.

Ég er nýbyrjaður að safna skeggi. hef farið á 16 rakarastofur og er kominn með 2,3 kíló.

Góðvinur minn kom útúr skápnum um daginn, og ég hef bara ekki getað náð í rassgatið á honum síðan.

Annars var Lási lappalausi ferlega óheppinn um daginn, þegar hann missti af Össuri.

Immagaddus segir.........

Engin ummæli: