Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, apríl 08, 2005

Minningargrein


Birta er fallin frá.

Þessi landskunni hundur lést þann 15 júlí á því herrans ári 2004.
Hún var einn fremsti leitarhundur landsins, og var það vegna þess að hinir hundarnir voru svo hægir.
Hún gat þefað upp partí hvar sem var á landinu, sem eigandanum þótti ekki slæmt.
Einnig gat hún leitað að bíllyklum og hverskyns dóti sem gjarnan tínist í amstri dagsins.
Hún var einnig einn fremsti snjóflóðaleitarhundur landsins.
Ágúst. En það heitir eigandinn. Sagði við hana. Farðu og leitaðu að snjóflóði. Og hún fann það.
Stundum gat hún sagt honum hvar snjóflóð höfðu hrunið fyrir mörgumn árum síðan.
Hún var líka fíkniefnahundur. Og var þessi mynd tekin af henni rétt áður en hún fór "undercover" í fíkniefnaheim Reykjavíkurborgar.
Hún hvílist nú í Vöðlavík austur á fjörðum, södd lífsdaga, margir eiga henni líf sitt að þakka
vertu sæl.

Immagaddus segir..........................

immagaddus.blogspot.com Posted by Hello

Engin ummæli: