Sumt fólk er með of mikinn frítíma.
Nú er allt að verða vitlaust í Póllandi, vegna þess að Teletubbies hafa hræðileg áhrif á krakka.
Þeir ku víst brengla kynferðiskennd barna frá 0 til 5 ára, já og alveg upp í 10 ára aldur eða meir.
Allt er þetta vegna þess að Tinky Winki gæti verið samkynhneigður.
Sennilega (Kinky Winki).
Það bráðskemmtilega við þetta alltsaman er að það er fullorðið fólk sem heldur þessu fram.
Hvað í ósköpunum er að gerast í hugarfylgsnum þessa fólks.
Það sér klám í Smáralindarblöðum, Hagkaupsblöðum og allstaðar í skúmaskotum hins daglega lífs.
Ætti það ekki að ritskoða fyrst sinn eigin hugsanahátt, áður en ráðist er á barnaþætti (efni) af þessu tagi.
Nú eru síðan einhverjir álíka vitleysingar í Bandaríkjunum farnir að hugsa það sama.
Verður næst ráðist á Íþróttaálfinn okkar, vegna þess að Solla stirða er í stuttu pilsi og getur farið í splitt. ( Sem er alþekkt í klámiðnaðinum).
Hvernig væri að þetta fólk færi frekar að spyrna fótum við ofbeldisleikjum, svosem leikjum sem æfa menn í að nauðga og drepa í staðinn fyrir að segja að almennt barnaefni sé klámfengið.
Í augum þeim sem sér klám allstaðar er klámhundur.
Ekki troða þínum saurugu hugsunum inn á okkur hin.
Halltu þínum saurugu hugsunum fyrir sjálfan þig, og leifðu framleiðendum vandaðs barnaefnis að vera í friði.
Það hugsa nefnilega ekki allir eins og þú.
Immagaddus segir..........................
fimmtudagur, maí 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Af hverju ertu svona æstur yfir barnaefni?
Word verification dagsins er:
dhaibao
Sem er "viltu nammi væna?" á tælensku.
Skrifa ummæli