Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, maí 30, 2008

Jarðskjálfti í fjölmiðlum.










Guð minn góður!

Fréttaflutningurinn af þessum skjálfta.

Ætla ég þá ekki að gera lítið úr því sem er.
Jú innbúskemmdir.
Einn tábrotnaði.
Annar handleggsbrotnaði.

Hefði getað gerst á skíðum á góðri helgi í Bláfjöllum og
öllum verið sama. En.

Spennandi frétt!
Hefði orðið slys ef einhver hefði orðið undir einhverju!!

Allt gott og gilt.

En það varð ekkert......................

Ekkert manntjón.

Engin meiriháttar slys á fólki. ( Guði sé lof.)

Fréttastofur.

Hættið að blása þetta svona upp.

Það er búið að " Hæpa " þennann skjálfta svo upp
í fjölmiðlum, að fólk heldur virkilega að það þurfi á áfallahjálp að
halda.

Horfið'i til Kína og hættið þessu væli.

Við sluppum með eitt tábrot, handleggsbrot,skurði og marbletti.

Fylleríistengd slys um helgar í Reykjavík eru fleiri.

Þetta voru engar HAMFARIR.

Þó svo að sjónvarp og útvarp segi það.

Hættið þessu fjölmiðlar því.

Þegar eitthvað virkilega gerist.

Þá kemur óneitanlega upp sagan.

ÚLFUR, ÚLFUR.


Immagaddus segir.....................

Engin ummæli: