miðvikudagur, maí 07, 2008
Á sjó partur þrjú.
Á meðan öllu þessu fór fram, fór ég að
hugsa.
Er ég í Steven King mynd??
Ekkert bæjarlíf er svona "FULLKOMIÐ"
En sá að afgreiðslukonan var að tala um
sultuna sína fór ég á klósettið og skeit.
Labbaði út í bíl og hringdi um borð til að
tilkynna mig, hvar ég væri og svo framvegis,
reykti eina sígarettu og fór síðan inn
þegar ég sá að kjaftatörninni var lokið.
Labbaði að skenknum og horfði á það sem
var í boði.
Heitt kaffi, 1/2 Myllu randalín, ein pönnukaka með
rjóma og bláberjum með ættartölu, ein brauðsneið með
osti sem var farinn að snúa upp á sig. Annaðhvort vegna elli
eða þá að hann var pirraður á bæjarlífinu.
Ég pantaði mér hálfslíters kók í plast og eina pylsu með
öllu.
Það var ekki fyrr en hún rétti mér pylsuna sem ég rak
augun í. VIÐ SELJUM AÐEINS GÓMSÆTAR GOÐAPYLSUR.
Ókey ég var svangur, og tók á móti pylsunni.
Þá sá ég að hún var öll sprungin.
Ég sagðist ekki vilja pylsuna.
Eldri konan með góðlátlegasta andlit í heimi,
varð hissa.
Hún: Já en þú pantaðir hana.
Ég: En hún er sprungin,undin og ókræsileg.
Ég: Ég borga bara fyrir kókið og sleppi pylsunni.
Hún: Svona væni minn, ég veit að hún er sprungin,
Borðaðu hana samt, annars verð ég að henda henni.
Ég svangur. Hugsaði What the hell.
Settist niður við eitt af fjölmörgu lausu borðunum með
hálfslíters kók og sprungna Goðapylsu.
Vel frá prúðbúna fólkinu svona, svona, síðasta borðið
í suð,suð, austur.
Eða.Þar sem biðröðin mundi myndast ef það kæmi
einhver,einhverntíman þangað inn.
Þetta var vont en ég var svangur.
Þegar ég var næstum búinn að koma pylsunni fyrir
kattarnef, spyr hún með þessum góðlátlega róm sem
gjarna fylgja svona andlitum.
Var það eitthvað fleira fyrir þig gæskurinn?
Ég segi. Já einn pakka af rauðum Risaópal.
Klára pylsuna og kókið.
Labba að skenknum til að borga.
Gömul feitlagin kona með eitt góðlátasta andlit í heimi.
Segir.
563 krónur takk.
Ég hváði.
Fimhundruðsextíuogþrjárkrónur fyrir hálfan líter af kók og einn rauðann Risaópal.
Sem ég og sagði.
Hún:
Hálfur líter af kók 178 kr.
Rauður Risaópal 165 kr.
Pylsa með öllu 220 kr.
Ég: Ætlarðu virkilega að rukka mig 220 krónur fyrir sprungna pylsu,
sem þú ætlaðir hvort sem er að henda, ég hélt að þú værir að láta mig hafa
hana frítt eða að minnsta kosti á hálfvirði.
Hún: Ég hef nú ekki rekið þennann söluskála í öll þessi ár með því að
gefa hluti.
Góðlátlega ömmuandlitið varð eins og klippt út
úr Disneymynd og brosti að mér.
Ég borgaði uppsett verð.
Gersamlega sigraður.
Uppábúnir þorpsbúar brostu í kampinn.
Hún hafði veitt enn einn vitleysinginn.
Kerlinginn kominn í gott skap þegar ég var að fara.
Fimm uppábúnir þorpsbúar fengu sjálfsagt sjaldgæfa kaffiuppbót,
vegna mín.
Ef svo er gleðilegt sumar.
Immagaddus segir................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli