Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, maí 07, 2008

Á sjó. Partur fjögur.









Svolítið fúll, en vitrari lagði ég á
Steingrímsfjarðarheiðina.

Ekki laug Vegagerðin.
Rennifæri en þykk þoka.

Þar sem Steingrímsfjarðarheiðinni sleppti.

Byrjuðu þríhyrnd vegaskilti
með upphrópunarmerkjum.
Og eitthvað sem aðeins á Íslandi
gæti kallast vegir.

Þar sem ekkert GSM samband var í nánd,
ekkert útvarp, ekki einu sinni búið að
kynna fyrir þeim 14 kotungsbændum
sem enn reyna að draga fram lífið þarna.
Fyrir betra lífi, malbiki og tvíbreiðum brúm.

Byrjaði ég að telja skiltin og öskra um leið og kom
upphrópunarmerki.

Ég náði að öskra þrjátíuogtvisvarsinnum,
þangað til að ég kom að Flateyrargöngunum.

Stoppaði á stað þar sem ferhyrnt skilti er.
Blár rammi, hvítur grunnur og svartur ferningur með krúsidúllum.

Semsagt áhugaverður staður.

Sá fjöllin blá.
Ennþá hvít.

Einhver hefur gleymt að segja Vestfjörðum að það sé
sumardagurinn fyrsti.


Immagaddus segir....................

Engin ummæli: