Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, maí 07, 2008

Á sjó. Partur eitt..

Miðvikudaginn 23 apríl lét
Sjómælingabáturinn Baldur
loks úr höfn.
Þar sem við höfum einnig
bifreið til umráða varð ég
eftir í Reykjavík og átti að aka
bílnum sem eftir umtali til
Flateyrar.

Ég vaknaði kátur og hress 06:o8 að morgni Sumardagsins
Fyrsta.
Sól skein í heiði og ég bara nokkuð brattur eftir að hafa tekið
morgunskituna.
Fór á netið. Tjékkaði á færð á vegum hjá vegagerðinni.
Rennifæri vestur.

Segir ekki af sögunni fyrr en ég er í Borgarnesi snemmdægurs.

Ákveð.

Stoppa ekki hér.

Pulsa og kók í Hreðavatnsskála...

Kominn að hreðavatnsskála.

Ákveð.

Pylsa og kók eða einn sveittur hamborgari á
Brú í Hrútafirði.

Þegar ég kom að Brú sá ég að söluskálinn þar var kominn í eyði.

Þetta átti virkilega að segja mér að þetta væru skilaboðin.
Og ég skil ekkert í Vegagerðinni að hafa ekki sett upp skilti
sem segir.

Vestfirðir:
Ef þú ferð þessa leið.

Þá erÞetta er staðurinn sem þú gefur upp alla von.

Núna var ég orðinn svangur.
Bölvaði, og hugsaði.

Hólmavík.

Það hlýtur, andskotinn hafi það,
að vera bensínstöðvarsjoppa þar.


Immagaddus segir........................

Engin ummæli: