Djö maður.
Nú er sumarið orðið það kalt að ég er alveg himinlifandi að hafa farið suður.
Kannski er öllum öðrum hlýtt en mér er allavegana kalt.
Fyrsti vetrardagur er ekki fyrr en 22 okt. en þá byrjar Gormánuður. Sem ætti með réttu að heita hormánuður vegna óstjórnlegs nefrennslis sem skapast af svo glötuðu veðurfari sem hér hefur verið upp á síðkastið.
Ég þurfti að skafa af bílrúðunum í nótt, þegar ég fór til vinnu.
Í skítakulda og trekki. BRRRRR! Og með áherslu á BRRRRR.
Bátarnir liggja tómir við kajann í kinnungunum söng.
Túkallinn: Rúðupiss er ekki endilega, þvag eftir fullann kall sem stendur upp á húddi.
Immagaddus segir................................
föstudagur, október 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú vinnur í kjötverksmiðju for helvede. Þar er (eðli málsins samkvæmt) kalt.
Segðu upp í Ferskjum, seldu bílinn og keyptu sólbaðsstofu fyrir peninginn.
En að byggja bílskúr??
Þar getur maður haft sólarbekk.
Og ef þörf krefur úrbeinað kjöt.
Immagaddus segir............
Skrifa ummæli