Alveg bjargaði það deginum fyrir mér í dag þegar ég hitti Madam XXL þegar ég fór í morgunkaffi í vinnuni í morgun.
Um leið og ég kom inn í kaffistofuna byrjaði hún að jarma.
"Vá hvða voru margir í bænum í gær"
Ég sagði svona kurteislega, og aðallega þó til að loka samræðunum svo ég þyrfti ekki að tala meira við hana, Já ég sá það í blöðunum og fréttunum að það hafði verið um 45000 manns í bænum.
En nei.
Haldið ekki að hún hafi sagt. " 45000 manns, það getur ekki verið, ég taldi miklu fleiri.
Gott að vita að hún hafi betri yfirsýn á þessu en lögregluembættið.
Annars var þessi kvennafrídagur algert flopp.
Leggja niður vinnu klukkan 14:00 hvað.
Ef þær hefðu ekki mætt neitt í vinnu, þá hefði kannski einhver skilaboð komist í gegn.
Ég geri ráð fyrir því að flestar konur vinni frá þetta sjö eða átta á morgnana, þannig að leggja niður vinnu eftir sex tíma vinnudag skiptir raunverulega ekki miklu máli.
Pólskar konur á vinnustað mínum voru nokk sama um þetta brölt kynsystra sinna í gær.
Ekki jörmuðu þær um að fá að fara snemma, enda kannski skildu þær ekki alveg út á hvað þessi dagur gekk.
Eða þeim var kannski bara alveg sama eins og okkur körlunum.
Hvað sem öðru líður á að vera jafnrétti í þjóðfélaginu.
En hvar á þá að byrja.
Það mætti berjast fyrir jafnrétti á miklu fleiri vígsöðvum en bara jafnrétti kvenna.
Til dæmis.
Jafnrétti til Náms,jafnrétti til handa eldriborgurum,öryrkjum,geðsjúkum,fátækum,lituðum,ólituðum og svo lengi mætti telja.
Við búum í ófullkomnum heimi sem er fullur af ófullkomnu fólki.
Þangað til að við lærum að elska og meta hvert annað af verðleikum verður alltaf til óréttlæti og jafnréttishugsjónin fótum troðin. En það er nefnilega það sem er virkilega að.
Eða er það ekki?????
Immagaddus segir........
þriðjudagur, október 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli