Vá hvað maður getur verið skemmdur stundum.
Nýkominn heim úr vinnunni í gær. Settist aðeins fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að horfa á American Chopper á Diskoverí.
Allt í einu og fyrirvaralaust. Alger almyrkvi á sól.
Ég smá pirraður.....,Sérstaklega á þögninni sem fyrst fylgir á eftir svona rafmagnsleysi,
En jafnaði mig síðan og hugsaði. Jæja fyrst ég get ekki horft á sjónvarp þá er best bara að fara að elda.
DOH!
Rafmagnslaust maður.
Átti bakterísútvarp og kveikti á því.
Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hugsaði eins og skot.
Þetta er helvítis múslimunum að kenna. Sennilega hafa þeir flogið flugdreka á spennuvirki fyrir álverið.
Síðan kom á daginn að þetta voru fallistar úr Fellaskóla sem kveiktu í kofa Tómasar frænda og hljóp glóð maraþonhlaup í einhvern spennuskúr og brenndi hann til ösku.
Samkvæmt frétt sem ég las í DV um daginn, er ég sjálfhverfur.
Sem hefur ekkert skylt við sandhverfur, en þær eru botnfiskar sem hafa undir í lífinu og marflatar með útsræð augu, svona eins og fyrsta kærastan mín, áður en hún fór í hundanna.
En það er önnur,lengri og sorglegri saga að segja frá.
Immagaddus segir..................
fimmtudagur, október 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli