Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, október 19, 2005

Tómstundariðja,lyfjavandræði og......

Fór til læknis í gær.
Gamalt hnjask í hné að bögga mig einu sinni enn.
Eftir skoðun og smá spjall, vildi doksi að tæki með mér lyfseðil og ætti að koma aftur eftir tíu daga í segulómun.
Fór í apótekið og keypti pillurnar.
Obbosí, halló og allir hans hásetar.
Haldið ekki að það hafi staðið á glasinu:
Ein tafla þrisvar á dag með mat.
Það gæti nú verið nokkuð snúið.
Miðað við það að ég er í vinnunni sirka 10 - 12 tíma á dag. Og miðað við mötuneytið sem boðið er upp á, þá næ ég aldrei að taka fyrstu tvær pillurnar. Ja ekki nema að koma með mat meðmér að heiman.
Eða éta þrisvar þegar ég kem heim.

Annars er það að segja að pabbi gamli er að taka upp siði katta meir og meir.
Til dæmis sefur hann um 18 íma á sólarhring.
Síðan er hann búinn að finna sér nýja tómstundariðju.
Og sú tómstundariðja er að athuga hvað hann getur haldið mér lengi vakandi.
Þetta virkar þannig.
Vegna snemmmætingar minnar í vinnu fer ég yfirleitt að sofa upp úr 10 á kvöldin. Fyrr ef ég þarf að vakna klukkan þrjú.
Þar kikkar kattareðlið inn hjá honum hann leggur sig eftir kvöldfréttir og vaknar síðan um það leitið sem ég er að fara að sofa.
Akkúrat þegar ég er að festa svefn fer hann á veiðar.
Veiðir sér til dæmis lambakótilettur og fer að berja þær til.
Fer inn í pottaskápanna og velur sér innsta potttinn og missir hann gjarnan í gólfið.
Þetta stendur svona í um klukkustund eða þangað til að ég gefst upp og fer fram og fæ mér einn líkkistunagla.
Þá spyr hann sakleysislega. Ha ekki sofa?
Ég klára naglann lít á klukkuna og sé að hún er að verða 23:30.
Er kominn í svefn þegar ég heyri í örbylgjuofninum. Bíbbbíbbbíbb. Bíbbbíbbbíbb. Bíbbbíbbbíbb, sinnum 20. Og auðvitað veður og fréttir klukkan eitt. Kallinn situr inn í eldhúsi með örbylgjuhitað kaffi og spyr einu sinni enn hissari. Ha, ekki sofa?
Hugsa. Mental note. Kaupa koffínlaust kaffi fyrir kallinn og svefnpillur fyrir mig. Hmm eða öfugt.
Fæ mér annann líkkistunagla.
Hlusta á veðrið.
Einhver lægðarpíka sunnan við Hvarf. Lít á klukkuna hún er að verða tvö.
Kallinn segir góða nótt og fer að sofa.
Ég tek þessum fréttum frá honum fegins hendi og hendi mér upp í rúm.
Þarf að vakna klukkan fjögur.
Næ að sofna á einhverjum 10 mínútum og verð að sofa á alveg ógnarhraða til að ná sex til átta tíma svefni.
Draumarnir eru eins og á hraðspólun á vídeótæki.
Vakna klukkan 04:11.
Kallinn vaknar líka.
Auðvitað. það eru veðurfréttir klukkan hálf fimm.


Immagaddus segir.................

Engin ummæli: