Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

mánudagur, október 31, 2005

Einstæðar mæður.

Vá maður.
Fór í Kringluna á laugardaginn uppúr eittleitinu.
Þar var ekkert smáræði að ungum konum með barnavagna, venjulegt fólk komst bara ekkert áfram.
Var kannski einstæðra mæðradagur í Kringlunni????
Er síðasti laugardagur mánaðarins kannski tileinkaður ungum konum sem hafa ekkert annað að gera nema að hlaða niður ómegð og þurfa endilega að fylla allar verzlunarmiðstöðvar af þeim.
Ég til dæmis fór aðeins í Kringluna til að kaupa mér bjórkippu með leiknum,DV, MBL og sígó.
En komst varla úr spori fyrir barnavögnum fullum að krökkum með hor.
Það ætti að vera forgangs gangbraut fyrir fertuga feita karla með bjór í poka sem aðeins vilja komast sem fyrst heim til sín til að njóta hans yfir fótboltaleik.
Engir barnavagnar eða aðrir tengivagnar í gangveginum.
Annars unnu Púllararnir mínir núna um helgina. Hæ! hó! og lengi lifi Gudda.
Þetta ku vera fyrsti sigurleikur þeirra síðan Guð var á stuttbuxum og spilaði handbolta með Hetti hérna um árið.
Að vísu út í hött, en satt engu að síður.

Immagaddus segir................

Engin ummæli: