Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, október 26, 2005

Pirrandi fótbolti og önnur general leiðindi

Grr.
Sáuð þið Liverpoolleikinn í gærkvöldi. Guð minn almáttugur hvað þeir sökkuðu.
Þarna voru svo sannarlega 90 mínútur af ævi minni sem ég fæ aldrei aftur. What a wheist.
Eða eins og ég myndi segja það á ensku.
They were the suckiest bunch of suckers that ever sucked.
Perry. kemur ábyggilega með að veðsetja allar eigur sínar til að kaupa nýtt lið í Janúar, þegar félagsliðaglugginn opnar. Og hendir hinu liðinu út um hann.
Eins og margtuggið orðatiltæki segir.
Þeir sáu aldrei til sólar.
Það er ekki með neinu móti að þessir sökkerar geti skorað mörk. Ekki einu sinni fyrir galopnu marki.
Síðan virðast allir markmenn í heimi, hversu lélegir sem þeir eru, eiga leik lífs síns á móti Liverpool.
Ekki gott.
Hvernig væri að Benítes, sem annars siglir hraðbyri í að verða kallaður Ónítes, færi að reyna að kaupa Lása lappalausa sem stræker?
Það er þá allavega ekki eins pirrandi þegar boltinn fer ekki inn í markið.


Immagaddus segir....

1 ummæli:

Bjössi sagði...

Síðan virðast allir markmenn í heimi, hversu lélegir sem þeir eru, eiga leik lífs síns á móti Liverpool.

-- ekki allir, þeir allra, allra lélegustu spila fyrir Liverpool, og geta því aldrei átt leik lífs síns

-- annars ein flottasta pæling allra tíma að henda liðinu sínu út um félagaskiptagluggann

-- kíktu á cyberdadalife.blogspot.com þar er áhugaverð pæling um dökku hlið feitabjarnar