Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, október 08, 2005

Pælingar..Ekki á tönkum.

Var að spöklera.
Eftir að gei umræðan varð svona mikil er eiginlega komin önnur merking í Íslenzka orðið.
"Strákapör"
Eða finnst ykkur það ekki. Sem minnir mig á það að.
Ég hef verið svo frægur að búa eitt ár á Kópaskeri. Vann þar hjá alveg fyrirtaks fyrirtæki sem heitir Fjallalamb.
Og þar þögnuðu lömbin.
En nóg um það.
Á þessum tíma sem ég bjó þarna sem var á seinni hluta síðustu aldar.
Var fátt annað að gera en að vinna,ríða og drekka brennivín.
Og ekki endilega í þessari röð.
Eitt sinn, þegar ég var búinn að drekka svolítið brennivín. Fór ég ekki að vinna, enda komið kvöld, fékk mér ekki að ríða, því stelpan sem bjó þarna var í heimsókn hjá Ömmu sinni inn á Akureyri. Datt mér í hug að fremja smá strákapör.

Sem fólst í því að taka niður fánann hjá landsbankanum, og setja hann á Rarik fánastöngina og öfugt. Síðan setti ég Essófánann á Olísfánastöngina og öfugt.
Semsagt það er eitthvað öfugt við strákapör.
Nei annars.
Fólkið í þorpinu varð alveg steinhlessa á þessu öllusaman og upphófust miklar umræður um það hvernig þetta hefði nú gerst, og hver gerði þetta.
Einhvernveginn féll grunur á mig. Saklausan aðkomumanninn.
Hmmmmmmm!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég heimsótti pleisið síðan 12 árum eftir að ég fór þaðan og fólk er enn að tala um þetta.
Talandi um boring life from hell.

Immagaddus segir.............................

Engin ummæli: