Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

10. Ástæður..

Tíu ástæður fyrir því að Sylvía Nótt á að keppa fyrir okkar hönd í Eurovision 2006.

10. Eurovision er ekki kirkja. Fólk tekur þessa keppni allt of alvarlega. Það má alveg hræra aðeins upp í þessu eurotrashi með smá einkaflippi. Við erum ekkert að fara vinna keppnina hvort sem er.
9. Hommi & Nammi. Eða what their faces. Þessir dansarar. Hversu svalir eru þeir? Ótrúlega kúl, svo kúl eru þeir.
8. Sigga Beinteins og Selma eiga að vera í bakröddum, í bleikum náttfötum.
7. Lagið, Er prittí katsí, manni langar næstum að raula það.
6. Viðlagið. Þú færð viðlagið á heilann. Punktur.
5. Sögulegt samhengi. Lagið varð að sögulegu viðhengi.
4. Sylvía Nótt. Hún á það skilið að fara út. væri ekki gaman að sjá hana í innskotsmyndum á Eurovisionkvöldinu þegar við fáum 12 stig frá Hvurslagstan.
3. Todmobíllinn, þegar hann fer í gang.
2. Hin lögin. Ha eru einhver önnur.
1. Lagið er best.......EINS OG ÍSLAND........

Immagaddus segir........

Engin ummæli: