Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Kalt úti. Partur tvö.

Var á leið heim af Ölver.
Sem er staður þar sem leggur áherslu á að sýna íþróttir, þannig að tæknilega er mjög hollt að fara þangað.
Humm!! KALT ÚTI!!!!!!
Var á leið heim af Ölver.
Sá 27 skokkara frostna saman við Gnoðavoginn.
Ég gat hinsvegar labbað áfram óhindrað og aldeilis ónæmur fyrir kulda vegna frostlögs í æðum.
Djö verður gaman þegar dráttarvélin með saltið kemur og keyrir yfir ´etta drasl.

Annars.

Það ku vera satt að skokkarar hlaupa ekki í spik.
Allir eru nú að væla um að vernda hálendið.............
Hvernig væri nú að fara að væla um að vernda láglendið.?
Þar kemur endastöðin af öllum spellvirkjunum sem koma af hálendisævintýrunum okkar.

En það er skrattans kalt úti.

BRRRRR!!!!!!!

Var spurður nokkura mjög góðra spurninga í dag.
Af strák sem er um það bil tuttuguogtveggja til þriggja ára.
1. Hefur þú verið ástfanginn?
Ég svaraði játandi.
2. Hvað er ást?
Ég svaraði. Eigingirni.
3. Hvað meinar þú?
Ég svaraði. Ástin er sú eigingjarnasta tilfinning sem þú getur nokkurntíma upplifað. Hún dregur fram það besta en jafnfram það versta sem í okkur býr.

Hann átti ekki von á þessu svari. ( Enda ungur ).

4. Ertu hamingjusamur.
Ég svaraði. Já nokkuð.
5. Af hverju.
Ég svaraði. Á í mig og á. Nokkuð góð heilsa,engin eftirsjá og hæfilega kærulaus.

Strák greyið var engu nær.
Kannski voru þetta ekki nógu töff svör.

Samt kalt úti.......Leiðrétting....fokkíng kalt úti.

Immagaddus segir........................

Engin ummæli: