Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Er ekki 2006?

Þurfti að fara í banka áðan.
Borgaði svosem einn reikning og ætlaði einnig að loka reikningi sem ég hef ekki notað síðan 1990.
Þá kom upp úr kafinu að ég þarf að hafa bókina meðferðis sem tilheyrir þessum reikningi.
DO,H!
Ég er löngu búinn að glata henni.
Þá kom það besta. " Nei vinur þú getur ekki lokað þessum reikningi nema að hafa bókina,,
"Þarftu þennann pening?,,
La,la,la,la,la.................Þarf ég þennann pening hvað?
"Nei sko við þurfum að auglýsa eftir bókinni, þannig að þú getur fengið peninginn eftir 6-8 mánuði ef hún finnst ekki,,
Ef enginn hefur notað þessa bók síðan 1990. þá er hún týnd.
Það fer ekki nokkur maður að koma allt í einu núna og reyna að rífa eitthvað út af henni.
" Já en þetta eru reglurnar,,
Ókei.
Get ég fengið debetkort fyrir þennann reikning?
" Ekkert mál,,
Já takk þá ætla ég að stofna debetkort á þennann reikning. Hvenær má ég ná í það.
" það ætti að vera tilbúið á föstudag eða mánudag,,
Snilld. Nú þarf ég ekki að bíða nema 2-5 daga eftir að geta tæmt reikninginn minn. Ekki satt.
" Jú ( svolítið kindalegur gjaldkeri á svipinn.),,
Takk kærlega fyrir.

Það má fylgja sögunni að upphæðin sem um ræðir er 7045 krónur.

Immagaddus segir.......

2 ummæli:

Bjössi sagði...

Það er ástæða fyrir því að ekki er krafist grunnskólaprófs til að vinna í banka.

Sænskir bankastarfsmenn eru samt bestir, ef þeir hafa ekki framkvæmt einhverja færslu áður sama dag, þá segja þeir blákalt við mann að það sé ekki hægt.

"Já, góðan daginn, ég þarf að millifæra peninga yfir á bankareikning á Íslandi."

"Nej, det gaar inte."

"Jújú, ég gerði það hér í síðustu viku, þú þarft bara að fylla út eyðublað sem heitir S-54 og er geymt í skúffunni þarna fyrir aftan þig."

"Neej, det er inte mögligt."

Og svo framvegis.

Word verification dagsins er:
sisith

Sem er vondi kallinn í síðustu Star Wars myndinni, en hann stamar.

Immagaddus sagði...

The computer say´s nooo.