Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, febrúar 11, 2006

Stöldrum við.

Stöldrum við?

Eða stöldrum við.

Hvenær ætlum við að staldra við og finna lyktina af blómunum.
Og/eða í sumra tilfellum reykja þau.
En seríúst.
Gaman að stressi.
Var með kallinum honum pabba mínum í Bónus áðan, og fyrir framan okkur var svona típísk einstæð hálftimbruð einstæð móðir með öskrandi 4-5 ára krakka sem langaði í einhvern djöfuls nammipoka.
Gargið hafði þegar náð 156 decibelum og karlinn farinn að ókyrrast, því ekki komst hann áfram með krakkaskrattann liggjandi í gangveginum öskrandi.
Mammann þegar orðin pirraðri en karlinn........Að ég hélt.
Allt í einu setti karlinn innkaupakerruna sína alveg upp að krakkaskítnum og öskraði Usss!!!
Og vanalegt ba.ba.ba.ba. fylgdi á eftir.
Viti menn krakkapúkinn hætti að garga.
Í staðinn fyrir byrjaði mamman að garga í staðinn.
Karlin lét annann skammt af Ba. ba.ba.ba. Á kvensniftina þannig að hún þagnaði í smá stund.´
Þá vatt sér að mér maður sem ég hef aldrei séð áður og spurði mig hvar hann gæti keypt einn svona og benti á pabba.
Fullt af fólki í búðinnu fór annaðhvort að hlægja eð í það minnsta brosti í kampinn.
Nema mamma hávaðarseggsins.

Djö.... þetta var æðislegt.

Sem segir okkur bara það.
Verum róleg.

Immagaddus segir........

Engin ummæli: