Djöfulsins maður!
Ég held ég hafi skemmilagt í mér bakið í vinnunni í dag.
Mér hefur ekki liðið svona illa síðan ég hafði Diskus prolaps, hérna um árið.
Einnig er þetta brilliant tímasetning þar sem einn annar verkstjóri er veikur,annar kominn í jólafrí og já það er enginn annar.
Ef ég verð mjög slæmur í fyrramálið. Geri ég lítið annað en að starta verksmiðjunni og fara síðan heim.
Önnur brilliant tímasetning er náttúrulega það að það eru að koma jól. Mann.
Ég er mjög hryggur yfir þessu.
Mér er hinsvegar ekki það illt í bakinu að ég geti ekki fengið mér maltbjór og bullað svolítið á netinu.
Immagaddus segir.....................
miðvikudagur, desember 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hreindýrið er alls ekki eins og ég átti von á.
Það er ekki hreint. Og ekki dýrt.
Word verification dagsins er:
urvhcrtz
Sem er hljóðið sem heyrist þegar dyrnar á frystirinum í Ferskum eru opnaðar rétt fyrir jól.
Þetta er búið að breytast.
Núna er rjúpan orðin rándýr og fæst bara í gegnum eitthvað skítamakk.
Word verification dagsins er:
kwmpq, sem er rjúpa að rembast við staurinn.
Skrifa ummæli