Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, desember 14, 2006

Við Íslendingar.

Skelfing var pínlegt að horfa á sjónvarpsviðtalið á Stöð tvö í gær.....Eða var það 365 fjölmiðlar, eða Digital Ísland, eða Og vodafantur.
Að öllu gríni slepptu.
Þar var einhver gelgja að taka viðtal við forsetafrúnna okkar, vegna þess að Nýtt líf hafði kosið hana konu ársins á Íslandi.
Fréttakonugelgjan byrjaði á því að spyrja Dorrit, á ensku, um hversu henni þætti um að hafa verið kosin kona ársins.
Dorrit, Svaraði á ÍSLENSKU.
Fréttakonugelgjan kom með framhaldsspurningu, og aftur á ensku.
Dorrit svaraði ÍSLENSKU.

Hvaða moðhausi og Ingjaldsfífli, hefði aldrei dottið í hug að spyrja seinni spurninguna á ensku?

Þarna var forsetafrúin okkar niðurlægð.
Dónaskapurinn alger.
Með því að svara á íslensku var hún að gefa til kynna að hún væri ÍSLENSK. Og þar af leiðandi fullfær að tjá sig á íslensku.
Hvernig datt fréttakonunni að gera þessi mistök.
Fréttamenn/konur......LÆRIÐ þIÐ HEIMA???!!!
Í lokin játaði hún sig sigraða og svaraði á ensku.

Ég er stoltur af forsetafrúnni. Og kem til með að sýna henni virðingu. ( Ekki hafa hátt um það en ég geri slíkt hið sama við forseta vor.)

Þessi gjörningur fréttamanns sýnir best hversu heimóttulegir við Íslendingar erum.
Ég skammast mín.



Immagaddus segir..........................................


Engin ummæli: