Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, desember 14, 2006

Fólk er fífl.

Skelfing er alltaf gaman að lesa um foreldra og eða foreldrafélög sem eru að reyna að banna hitt og þetta.
Það er fólk að berjast fyrir því að banna Harry potter bækurnar, því þær kynda undir galdraáhuga hjá börnum.
Fatta hinsvegar ekki að láta banna bíómyndirnar.
Nokkur dæmi.
Littli svarti Sambó,Láki jarðálfur,flest öll Grimsævintýrin,Fantasiu ( Walt Disney).
Reyndar heimikið af efni eftir Walt Disney.
Nokkrar Chaplin myndir.
Höfundar flestra skáldverka eru ekki rasistar, innræting okkar hvetur okkur hinsvegar til þess að halda að sum skáldverk séu stjórnmálallega röng, og krefjast þessvegna laga um misrétti og umburðalyndi.
Það var ekki fyrr en að allir fundu skyndileg þörf hjá sér að þurfa að biðjast afsökunar á öllu.
Að við þyrftum að biðjast afsökunar á öllu.
Afsökunar á hverju.
Hvar byrjaði þessi innræting?
Af hverju má ekki lengur segja. svartur maður. ( Nei þú þarft að segja. Svartur maður frá Afríku) eða hvítur maður frá Noregi.
Ef þetta er ekki til þess að ala á þröngsýni og hatursinnrætingu þá veit ég ekki hvað.

Með því að banna erum við að stýra ákveðni hegðun
Neikvæð stýring, á allann máta er elltaf slæm.
Kennsla í því sem ekki má.

Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að vera kærulaus.
Þvert á móti.
Í stað þess að gagnrýna það slæma eigum við að kenna gömlu góðu gildin.

Kennum öllum að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.

En.
Ef fólk. ( Foreldrar). VIÐ.

Ef foreldrar myndu einbeita sér, þó svo ekki væri nema til helmings tíma í að ala upp krakkana sína eins og þau eyða tíma í það að agnúast út í þjóðfélagið um hvað sé gott fyrir þá.
Værum við á allt öðrum stað í heiminum.


Sönnun.
Georg Bush junior. Væri ekki forseti bandaríkjanna.


Immagaddus segir.................

Engin ummæli: