Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

þriðjudagur, desember 19, 2006

Haute abend.

Jæja elskurnar mínar.
Kominn heim eftir vinnudag.
Búinn að fá mér Maltbjór frá Agli.
Snilld þetta Egils.
Fatta hreinlega ekki af hverju þeir framleiða ekki þennann bjór allt árið um kring.
Og ef þeir gera það þá fatta ég hreinlega ekki af hverju ég hef ekki drukkið hann meira.
Hann sameinar svo margt þessi Maltbjór.
Ást mína á bjór og ást mína á malti. Og naturligvis að verða kenndur af þessu öllusaman.
Þessi bjór hlýtur einnig að bæta meltinguna og gefa hraustlegt og gott útlit.
Eins og gamla maltölið gerir.
Svo kemur aldrei til með að vanta neitt malt í mann.
Vona að púllararnir mínir vinni gönnerana í kveld.
Annað væri barasta óghusandi, segi ég svona án ígrundunar.


Immagaddus segir....................

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leiknum var aflýst vegna þoku.

Eða öllu heldur af því að Pennant kveikti í einni feitri.

Word verification dagsins er:
zdnoi
Sem er vænisjúkur Pólverji.