Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, desember 06, 2006

Játning.

Ég hef látið lita á mér augnhárin.
Ég tel ennþá á fingrum, hversu marga tíma ég fæ í svefn.
Ég hef kúkað á húdd.
Ég hef verið rangstæður í fótbolta.
Ég hef sparkað bolta í höfuðið á línuverði, fyrir það að vera rangstæður í fótbolta. Ég hef hlaupið 1500 metra á unglingamóti.
Ég hef kastað steini í höfuðið á línuverði fyrir það að vera fimmti í 1500 metra hlaupi á unglingamóti.
Ég hef étið 1500 metra af hlaupi.
Ég hef kúkað 1287 metrum af hlaupi.
Ég hef horft á klámsíðu á netinu.
Ég hef hent blábólstruðum stól í höfuðið á dómara fyrir að hafa horft á klámsíðu á netinu.
Ég hef fengið stöðumælasekt.
Ég hef hent felgulykli í höfuðið á stöðumælaverði.
Ég hef hent blábólstruðum stól í höfuðið á dómara fyrir það að hafa hent felgulykli í höfuðið á bílastæðaverði.
Ég hef hent blábólstruðum stól í höfuðið á dómara.
Ég hef hent blábólstruðum stól í höfuðið á dómara fyrir það að hafa hent blábólstruðum stól í dómara.

Nú velkist bara málið í kerfinu.
Og enginn veit hvenær það verður dómtekið næst.


Immagaddus segir......................

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða dylgjur eru þetta á dómarana????

Nafnlaus sagði...

Ég geri ráð fyrir að næst sé "vistun í blábólstruðu herbergi".

Word Verification orð dagsins er rdsff, sem er samheitalyfið sem Immi verður settur á.

Nafnlaus sagði...

Tvö orð: anger management.

Og þá meina ég ekki að vera fúll út í Benitez.

Word verification dagsins er:
wgtcegsm
Sem er farsími að hringja undir sessunni á blábólstruðum stól.

Immagaddus sagði...

Þið eruð allir fífl.
Reiðnámskeið er ekki svarið þið móðurlausu skip án flugvélavélfræðingskjaftæðisknowitall pís off krapp.

Word verification dagsins er.
zkxjdr. Og hvern andskotann á það að þíða?
Þið settuð þetta andskotans stafarugl til þess að.............
Helvítis blábjánar og......