Vá maður.
Mér brá ekkert smá í nótt þegar ég vaknaði til að fara í vinnuna.
Haldið að það hafi ekki verið könguló sitjandi á sænginni þegar ég vaknaði.
Aðeins tæft hálft fet frá andlitinu á mér.
Ég teygði mig í símann minn og tók þessa mynd af henni.
Athugið að þegar þetta gerðist var stærðin á köngulónni svona á við meðalstórann Japanskan jeppa, en eftir að hjartslátturinn var aftur kominn niður í um 85 slög á mínútu, var hún aðeins á stærð við Fiat punto.
Samt.
Mér brá.
Immagaddus segir..........
föstudagur, janúar 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Pí-ið semsagt að virka.
Word verification dagsins er:
csmljn
Sem er það sem könglulóin sagði til að vísa þér á berjamó.
ha.ha.ha.
Skrifa ummæli