Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, janúar 05, 2007

Tungumál.

Þar sem ég vinn á fjölþjóðlegum vinnustað, held ég að ég megi þetta.
Ég held að bretar séu akkúrat eins og frakkar.
Þeir vilja bara tala eitt tungumál.
Enskan þeirra er ekki einu sinni eins og enskan sem er töluð í Ameríku.
En það er önnur saga.
Tvítyngdur breti.
óhugsandi.
Hinn almenni breti hugsar sennilega þannig.
Tvö tungumál í einum heila. Það er óhugsandi.
Enginn getur lifað á þeim hraða.

Hollendingar hinsvegar geta talað 4 tungumál og reykt marijuana.
En það er önnur saga.
Þetta byrjaði afar snemma hjá bretum.
Um leið og einhver gat smíðað bát.
Fór hann á eins marga staði og hann gat til að kenna öðrum að tala ensku.
Því ef hann þyrfti að fara þangað aftur.
Gat hann talað og skilið fólkið á þeim útnára hann kom við síðast.
Síðan smíðaði bretinn stærri bát, og tók vini sína með sér, því það gekk svo helvíti illa að kenna öðrum ensku.
Þetta endaði með því að bretinn þurfti að smíða svo stóra báta, að þeir urðu að kalla þá skip.
Því það þurfti orðið æði marga til þess að neyða enskunni upp á þá útnáramenn.
Bretinn þurfi loksins að smíða það stór skip að þau þurftu að vera með fallbyssur og hermenn, til að kenna þessu útnárafólki að tala ensku.
Og þeir eru ennþá að. ( Sjá sjónvarpsþátt. Little Britain). Og slatti af Harrierþotum.
Any how.
Early lesson í heimsvaldastefnu.


Immagaddus segir..................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já. En Carragher er samt skuggalega skotinn í Henry.

Annað (eða þriðja) árið í röð sem hann fellur á kné fyrir honum.

Og Liverpool tapar.

Unbeaten at Anfield since yesterday.

Já, ég veit. Halda kjafti.

Word verification dagsins er:
wblbfur

Sem er það sem Mister Reliable hugsar þegar hann horfir á rassinn á Henry fjarlægjast.

Immagaddus sagði...

Yesterday. Oh!The Fa cup is far away.
It wasn´t going to be here to stay.
Oh. I belive in yesterday.

Word verification dagsins er. odwya.
Það sem dudek kallaði þrisvar sinnum eftir að hafa þurft að sækja boltann í netið.
Ef hann hefði verið Rocky Balboa hefðan kallað Adrian!