mánudagur, janúar 01, 2007
Við.
Við sem eigum ekkert.
Engann konung,enga drottningu,prinsa,prinsessur, og svo framvegis.
Gefum samt orður.
Fálkaorðuna.
Núna fór hún til 15 manns.
Næstum allar orðurnar fóru til fólks sem var hvort sem er að vinna vinnuna sína.
Skv. Þessu ætti ég að fá stórriddarakrossinn fyrir óborgaða yfirvinnu.
Ég meina það.
Fálkaorðan er orðinn máttlaus.
Það er stundum verið að slá fólk til riddara sem, jú hefur nennt að mæta í vinnuna sína í einhvern árafjölda, gert sæmilegustu hluti, en.
Við erum öll að gera sæmilegustu hluti.
Kommon. Kerling fær tign bara að því að hún vann á sama stað í einhver ár og var góð við alla.
Karlfauskur fær tign að því að hann nennti að vinna vinnuna sína í þau ár sem hann vann hjá ríkinu án þess að fara framúr fjárframlögum deildarinnar hans, þangað til að hann var orðinn einn eftir.
Hættum þessari sýndarmennsku.
Öðlum fólk sem hefur afrekað eitthavð.
Og þá í formi lista og eða mannúðarmála.
Ekki bara að því að ég hef verið kjötiðnaðarmaður í 40 ár, og hef stuðlað að því að fólk fái að borða.
Immagaddus segir..........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli