Ég þoli ekki hvernig ég stama.
Annaðhvort þagna ég í miðri setningu eins og það hafi lokast fyrir orðaforðann, og ég byrja að leita í samheitaorðabókinni, bara til þess að uppgötva að henni hefur verið lokað líka.
Eða þá það að ég tala á 16 snúningum. ( Lægsti hraði á plötuspilurum í gamla daga.)
Þegar ég tala á 16 snúningum er það eins og hljóðið heyrist þegar eitthvað er sýnt í slow motion.
Ekki bara pirrandi fyrir mig, heldur líka fyrir fólkið sem ég er að tala við. Sérstaklega ef ég eða það er að flýta sér.
Sjáið þið það ekki fyrir ykkur.
Ég segi til dæmis. " Heyrðu, ég er að flýta mér, og má ekki vera að þessu."
Tveggja mínútu þögn......meðan ég að alefli leita að orðum. Þegar ég svo finn þau er ég aðrar 2-5 mínútur að koma þeim til skila.
Og allir löngu farnir.
Komst ekki í X factor í þetta skiptið.
Kemst hinsvegar í annann þátt.
XXL factor.
Verð að fara í megrun.
Var að horfa á fullorðinsmyndina. Titty,Titty gangbang.
Enginn fljúgandi bíll.
Bara grímulaust klám.
Vandinn með nýju kærustuna mína er sá að hún vill bara trúboðsstellinguna.
Svo nú löbbum við húsa á milli og bönkum á dyr og gerum það fyrir framan fólk, meðan við reynum að sannfæra það að þetta sé eina rétta stellingin.
Immagaddus segir........
laugardagur, janúar 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Samt betra en Vottar Jéhóva.
Word verification dagsins er:
jhgrx
Sem er Immagaddus að stama á nafninu mínu.
Skrifa ummæli