Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Ha! Ha!

Hrefnusteik með piparsósu
Aðalréttur fyrir fjóra

800 g hrefnukjöt, kjötið þarf að þiðna áður en það er steikt
Grill- og steikarolía , sítrónupipar.

Hrefnukjötið er skorið í 1 sm þykkar sneiðar. Þeim er dýft í steikarolíu
og síðan settar á þurra og snarpheita pönnuna.
Buffin eru steikt í 37 sekúndur á fyrri hlið og 36 sekúndur á seinni hlið.
Kryddað með sítrónupipar.

Piparsósa
250 ml mjólk
250 ml rjómi
smjörbolla - eða sósuþykknir í pakka
4 steiktir sveppir, settir út í sósuna
2 tsk kjötkraftur
2 dl sherrý
1 tsk sítrónupipar
1 tsk svartur pipar, mulinn


Og þarna er hún uppskriftin af Bónussíðunni.
Var bara að pæla í því.
Vegna þess að Baugur group var að fordæma hvalveiðar.
Kannski væri skynsamlegra að tala við alla grúppuna?
Bara svona uppá það að gera, Hey!! Strákar erum við nokkuð að selja hvalafurðir, áður en við fordæmum hvalveiðar.

Ps.

Annars er súra rengið alltaf djéskoti gott.


Immagaddus segir........................

Engin ummæli: