Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

mánudagur, janúar 22, 2007

Ljós í myrkri.

Lenti í því í gær að það sló alltaf út rafmagninu hjá mér á baðinu og í svefnherberginu.
Hmm.
Einmitt í þeim herbergjum sem ég er einna fáklæddastur.
Gæti þetta verið tilviljun?
Gæti verið.

En semsagt.
Ég reif öll ljós í sundur, ekkert að sjá, enda myrkur.
Tók allar rafmagnsdósir svo og tengidósir.
Ekkert að.
Skipti um slökkvara á tveimur stöðum og eina tengidós.
Ekkert gerðist.
Nú var svo komið að ég var ekki að kveikja.
Og þvísíður að hafa hugmynd um hvað væri að.
Hringdi á Rafvirkja sem þjónar okkur niður í vinnu
Hann kom á staðinn.
Eftir miklar pælingar þurfti hann að rífa rafmagnstöfluna í sundur.
Fann þar einhvern gulan vír sem var tengdur norður og niður.
Aftengdi hann.
Og viti menn það varð ljós.
Sennilega er einhver víetnami neðar í götunni þá hættur að fá frítt rafmagn.


Immagaddus segir..........................

Engin ummæli: