Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, janúar 27, 2007

Páskafrí.

Búið að bóka.
Jibbííí!
Ég og Chris, sem er einn feðra fánans í samnefndri kvikmynd spaghettívestrakonungsins Clint Eastwood, erum að fara til London.
Ætlum að skoða þar öll söfnin og merkar brýr sem kunnast að leynast víða yfir sprænuna sem klífur höfuðborgina í marga parta.
Fyrir mína parta er það bara gott.
Ég þarf frá frá Pabba og vinnunni, og Chris þarf hvíld frá eldhúsinu hans Mike.
Ætlunin er einnig að fara með bussinum eða treininu til Lifrarpolls.
En Lifrarpollur er einmitt menningarborg Evrópu þetta árið.
Það ætlum við að horfa á Liverpool gegn Marlboro.
Reykja Middlesboro og hafa það næs.
Okkur er strax farið að hlakka til.
Erum búnir að fá miða á leikinn og allt.
Gistum í Liverpoolborg eina nótt eftir leikinn.
Þá aftur til London til þess að klára að skoða þau söfn sem við náðum ekki að skoða fyrr í vikunni.
Yeah right!!!!
Ps.
Þar sem þetta er íþrótta og tómstundaferð verður ekki haft neitt áfengi um hönd.


Immagaddus segir...................

Engin ummæli: