Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, mars 23, 2006

Danaveldi part lll. the Herning factor.

Kominn til Herning.

Var á svona Norman Bates moteli. Það besta við það var að það var bara í 600 metra fjarlægð frá sýningarhöllinni.

Sýningin var ofboðslega fín.
Sjö eða átta hallir.
Þarna voru bakarar og pylsugerðamenn........Nei annars....var það ekki í dýrunum í Hálsaskógi.
Jamm.
Bakarar, pylsugerðarmenn,þjónar,kokkar ofl.ofl.ofl.ofl.
Allt sem viðkemur mat,
Veitingarhús,mötuneiti.
Jú neim itt.
Ég skoðaði þessa sýningu gaumgæfilega.
Sá í fyrstu nískustu Dani í heimi.
Þessa sem koma bara til að éta sig sadda......Og éta síðan aðeins meira.
En þarna getur meðaljóninn étið á sig óþrif á nokkrum klst.
Og meðaljóninn gerði það.
Ég geymdi hinsvegar það besta þar til síðast eða.THE WINE EXPO 2006.
Þarna voru öll vín í heimi upp for grabs.
Það besta við það að almenningur fékk ekki að fara þarna inn.
Ég var hins vgar svo heppinn að vera titlaður. Production manager frá mínu fyrirtæki, þannig að ég fékk greiðan inngang.
Og ég smakkaði öll vín í heimi.
Vissuð þið að það eru til trilljón tegundir?
Eftir að hafa smakkað öll vín í heimi, stakk lifrin í mér af.
Komst síðan að því að tóbaksiðnaðurinn var með samliggjandi sýningu í höllinni við hliðina.
Go figure.
Eða á Íslenku. Auðvitað.
Eftir að hafa smakkað öll vín í heimi og reykt á og í mig 387 krabbamein. var ég ofboðslega ánægður að vera á hóteli sem var aðeins í 600 metra frá sýningarhöllinni...

Immagaddus segir...........

Engin ummæli: