Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

sunnudagur, mars 26, 2006

Danaveldi part Vl. Ferðin heim.

Mánudagurinn var ekki nærri því eins erfiður og ég hélt hann yrði.
Eða hvað?
Ókum til Köben og skoðuðum þar nokkrar verslanir þangað til að farið var upp á flugvöll.
Þar ætluðum við að tékka okkur inn og samferðamönnum mínum tókst það ágætlega nema að ég virtist ekki vera til í kerfinu hjá Flugleiðum.
Einhver bókunarmistök urðu til þess að ég átti að fara með fyrra fluginu, en miðinn sagði seinna flug. Eins virtist með þeirri góðu söngkonu Ellenu Kristjánsd.
En hún komst heldur ekki með.
Enn einu sinni eins og í Little Brittain. Computer say´s nooooo.
Þannig að ég fékk eina extra nótt í köben.
Þegar ég svo ætlaði að tékka mig inn morguninn eftir, var sama bölvaða vesenið.
Og þurfti ég næstum að bíða í 2. klst meðan þessu fokköppi var reddað.
Flaug síðan heim í 1/2 tómri vél.

Immagaddus segir.

Engin ummæli: