Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

þriðjudagur, mars 14, 2006

Súrt og sætt.

Fór á Grand rokk í dag eftir vinnu.
Hitti þar fyrir Feitabjörn.
Eftir einn Budvar og 3/4 Murphys Red. Kom Frú Feitibjörn og var með Páska í farteskinu.
MMM Páski.
Páski var í Gallajakka og síðu Gallapilsi.
Í hvítri þykkprjónaðri peysu með stórum hálskraga sem vatt upp á sig allavega tvisvar sinnum.
Með hárið í tíkarspenum. Rauð teygja að mig minnir. Leit vel út. já sæt stelpa.
Svartir skór. Og svona svolítið yfirlætslegt fas. Sætt. En nutcracker from hell.
Mánaðarsteinninn í vinstri nasavængnum stirndi í daufu ljósinu sem endurspeglaðist í í töpuðum skákum á borðum fallina leikmanna.

En.
Tók strætó heim.
Fyrirbærið við stýrið var púllari sem sá merkið í húfunni sem ég var með.
Allt í einu sagð´ann.
Þú þarft ekkert að borga mar. Úrt ert púllari mar.
Byrjaði svo að tala við mig um leikmannakaup síðustu 162 ár og gengi liðsins síðustu 6 leiki.
Og þvaðraði, og þvaðraði, og þvaðraði.
Eftir að hann var búinnað afgreiða " Landspítalahringinn "og stoppa á stoppustöðinni við Lönguhlíð. Komst hann virkilega á skrið.
Bjallan hringdi og hann missti af stoppustöðinni hjá Kringlunni.
Það var kallað í vagninum Á EKKI AÐ STOPPA!!!!....
Ekkert svar.
Hann hélt áfram að tala um Liverpool.
Ég auðvitað tímdi ekki að sjá eftir 250 kallinum, lét sem ekkert væri.
Þegar fíflið stoppaði ekki heldur á mót við Skeifuna var mér ekki um sel.
Enda hefur mér ekkert um sel gefið hingað til.
Þeir éta allt of mikið af fiski, auk þess að hafa mannsaugu.
En þegar ég náði loks að grípa fram í fyrir honum og segja að næsta stoppustöð væri mín stoppustöð...........Stoppaði hann.
Og var rosalega hissa að 87% farþeganna fóru.
Hann hætti samt ekki.
Ég fór út að framan.
Og allt í einu vildi hann fá að vita hvar ég horfði á Liverpoolleiki.
Auðvitað sagði ég honum að ég horfði alltaf á Liverpoolleiki á Champions.

Það er ekkert til sem heitir frítt far..........

Immagaddus segir..............

2 ummæli:

Bjössi sagði...

Páski er svo sætur að hann lætur Immagaddus breyta litnum á letrinu hjá sér.

Word verification dagsins er:

hzzxt

Sem er það sem Páski hvæsir ef þú kemur of nálægt.

Immagaddus sagði...

Ókey viðukenni það var óvenjulega sæt í gær.