Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, júlí 29, 2006

Hvað maður getur verið.

Fyrir nokkrum mánuðum.
Kom systir mín með fimm kassa af fortíð.
Þ.e. Kassa sem ég hafði haft í geymslu hjá henni.
Eftir að ég hafði farið í gegnum þá, henti ég 70% af því sem ég hafði haft í geymslu.
Á þeim tíma höfðu xxx og fjölskylda ekki gramsað í neinu.
RESPECT.
Hinn hlutinn af mínum aumu veraldlegu eigum, geymdi ég hjá mömmu minni.
Hún sá hinsvegar ástæðu til þess að fara í gegnum dótið mitt.
Gefa mest allt, nema það sem henni þótti töff.
Og mest af því sem hún tímdi ekki að gefa prýðir nú yfirhlaðna íbúð hennar af glingri.
Það litla samband sem ég hef samband við hana, talar hún alltaf um að restin taki of mikið pláss.
Það eru bækurnar mínar.
Auðvitað ætti ég að fara að taka þær.

Ég er samt ánægður með það að af X hluti af lífi mínu skuli nú vera annaðhvort á öskuhaugum eða hjá ókunnugum.

Ps.
Ég hefði náttúrulega átt að henda draslinu strax.
Eða leigja geymslu undir þetta....

Immagaddus segir...............

Engin ummæli: